fimmtudagur, desember 30, 2010

Hugleidingar

Nu lidur ad tvi ad arid 2010 renni i aldanna skaut
og eg vona svo sannarlega ad tad komi bara ekkert til baka.

Tetta er buid ad vera skritid og erfitt ar
en tad hefur lika att sina godu spretti
to svo ad teir hafi verid nokkud færri en veggjaslammin.

Eg sit og hugsa.
Velti tvi fyrir mer hver eg er.....
hvadan eg komi
og hvert eg er ad fara.
Er ekki enn buin ad finna lausina,
en get gladst yfir tvi ad eg er nær henni nu
en eg var fyrir 2 manudum sidan.

Eg hef oft i gegnum tidina gert grin ad tvi
ad eg se stodd i einhverri midlifskrisu,
se ad brolta inn i keddlinguna og annad i teim dur.........
en nuna er bara komid ad tvi og tad er bara ansi scary.
Tad er buid ad sanna tad med loggiltum pappirum -
eda tannig.

A hverjum morgni vakna eg med ta tilfinningu
ad eg se a rongum stad, se ad missa af,
se buin ad setja mig i adstædur
sem eg kem mer ekki ut ur.
Flestar tessar tilfinningar tengjast vinnunni
og tvi sem henni fylgir.
Min vinna er nefnilega ekki bara einhver leidinleg vinna,
sem tu umberd og gleymir svo tegar heim er komid.

Vinnan min hefur rænt mig svo morgu
t.d. kvenleika minum, eins klikkad og tad hljomar.
Orkan min er ekki eins og hun a ad vera,
eg er tvingud i rumid snemma a kvoldin
og upp ur tvi eldsnemma ad morgni.
Eg tarf alltaf ad passa mig ad vera ekki of treytt,
leid, full, sodd.........alltaf upplogd fyrir vinnuna
sem svo gefur mer nanast ekkert i stadinn.
Eg hendist i stresskasti a milli stada allan daginn
vegna tess ad i tessari vinnu kemur tu ekki 1 minutu of seint,
heldur ertu mætt minnst 10 minutum fyrir vinnutimann tinn.
(færd ekki borgad fyrir tann tima n.b.)
I vetrarhorkunni og snjonum i vetur er tad stundum ansi tæpt.

Eg veit varla hvad fot, annad en joggingdragtir og nattfot eru,
harid a mer er klippt tannig ad tad se sem minnst vesen
og ad hægt se ad setja tad i tagl
tvi annars rennur mikrofonninn nidur a hals a mer
tvi hausinn a mer er svo litill.
I heilt ar er eg tvi buin ad ganga um med Prins Valiant klippingu.
Eg hef sett a mig maskara og buid - stundum ekki
og annad fer bara a vid serstok tækifæri
sem kannski hafa verid 5 a arinu.
tad er tvi litla ljot sem horfir a sig i speglinum marga tima a dag
og hun kemur alltaf heim org.

Heilastarfsemin er takmorkud vid talningar upp ad atta
og ad komast i gegnum daginn an tess ad endurtaka sig of mikid.
Engin skopun, engin tilfinning, bara ad vera...ekkert.
A kvoldin er eg svo treytt
ad um daginn stod eg mig ad tvi ad velja omurlegt mindless crap i sjonpinu
i stadinn fyrir ahugaverda heimildarmynd sem mig langadi ad sja...
eda ad lesa bokina sem eg var svo spennt fyrir
tvi eg meikadi ekki areitid!

Eg fekk reyndar skipun um daginn:
"Tu verdur ad hætta i tessari vinnu, hun er ad drepa tig andlega og likamlega"
uuuuu, ja - og eg borga ta bara reikningana mina med klosettpappir er tad ekki?
Læknirinn sem sagdi tetta var tilbuin ad skrifa upp a ad eg væri ovinnufær.....
en eg er tad ekkert - plus ad to eg tæki mer leyfi i einhvern tima til ad na attum,
ta er eg ekki i systeminu og fengi ekki atvinnuleysis, og/eda veikindabætur.
Enda er eg ekkert ovinnufær
eg get alveg unnid og unnid vel -

eg bara get ekki unnid vid tetta rugl lengur.

Tetta hefur lika kennt mer hvad tad sem tu starfar vid er mikilvægt
fyrir almenna heilsu og lifsgædi.
Tetta smitar nefnilega ut i allt annad i lifinu tinu.

Eg er tvi buin ad akveda ad EG skipti meira mali en allt hitt
og mun hætta i tessari vinnu um leid og eg get fengid mig lausa
og bara sja hvad gerist.
Ef eg fæ ekkert annad ad gera
ta a eg alltaf einhvern fjandans steypuhlunk a Islandi
sem hægt er ad losa sig vid a lagu verdi og gefa svo skit i restina.

Eg gæti verid daud eftir ar,
jafnvel eftir viku
eda a morgun..............
og lifid er of stutt fyrir svona rugl.

Eg a eftir ad gera svo margt skemmtilegt i lifinu
og eg ætla ad fara ad saxa a listann.
Mig langar ad fara ad lifa, njota, sja, skoda, smakka.
Mig langar ad fara ad hlæja aftur
og hætta ad hafa ahyggjur endalaust.
Mig langar ad skreppa upp a sker tegar mig langar til
eda borga undir einkabattnid tegar mig langar ad fa hana til min.

Mig langar i leikhus
mig langar ad geta farid a tonleika sem mig hefur dreymt um alla tid
og ekki turfa ad segja - nei...tu hefur ekkert efni a tvi.

Mig langar ad gefa gjafir,
bjoda i mat og meddi
leyfa mer
og ekki alltaf vera i einhverjum helvitis kotbuskap

LIFID ER OF STUTT!

Eg er i raun svo takklat og glod med svo margt.
Eg elska dottur mina meira en hægt er ad lysa med ordum
og er svo stolt og oendanlega anægd med hana
Eg elska alla vinina mina og tel mig heppna ad eiga ta ad,
vildi bara fa ad sja ta og knusa oftar, eins og dottluna.
Eg hangi ekkert a horriminni
og eg vard ekki gjaldtrota eftir hrun
og eg hef vinnu og er vinnufær.
Eg by i landi sem hefur synt a ser nyjar oskemmtilegar hlidar
en getur verid oskop ljuft.....
og eg a litinn kaddl sem ad elskar mig
tratt fyrir allt.

Nu er bara ad taka skrefid og hætta ad lifa i helvitis ottanum.
Hvad er tad versta sem gæti gerst?

miðvikudagur, október 20, 2010

Ekkert af viti

Eg by i utlondum.

To svo ad eg se buin ad vera her i næstum ar
ta finnst mer tad ennta svolitid oraunverulegt.
Einhversstadar bakatil i hugskotinu
er eg nefnilega alltaf adeins a leidinni heim aftur,
tar sem eg er ju bara i langri heimsokn.
Skritid.

Einnig er allt mitt hafurtask enn a klakanum
en, i hvert sinn sem eg hugsa um ad kannski se rad
ad selja ibudina og flytja draslid yfir hafid,
ta er alltaf eitthvad sem stoppar mig.
Eg er ekki alveg viss um hvad tad er nakvæmlega
en hefur liklegast eitthvad med tad ad gera
ad eg hef ekki almennilega fundid mig her i Danaveldi.

Tad er to ekki tad ad eg kunni ekki vel vid landid
tad er bara svo margt sem ekki er eins og eg hafdi haldid.
Lifid er ekkert betra
og i raun ad morgu leiti erfidara.

Eg var samt ekkert ad flyja ......ekki tannig
en eg helt bara ad eg hefdi fundid tad sem eg hafdi alltaf leitad ad.

Eg er ekki enn komin i skolann
sem var ein astædan fyrir flutningunum.
Sambud midaldra folks
med fastar venjur og sidi
og sjalfstædi sem ekki verdur hnikad
er mun floknari en folk gerir ser grein fyrir
og vid verdum alltaf ad muna
(a tessum fyrstu bleikuskyja dogum)
ad astin blindar adeins og allir vakna upp andfulir.

Eg tarf ad vinna meira fyrir minni pening.
Eg fæ ekki almennilega læknisadstod
og eg hef ekki nad ad mynda vinatengsl.

Flest af tessu er alfarid mer sjalfri ad kenna
nema kannski tunglyndid,
madur rædur illa vid tad.
Tegar tad verdur svo langvarandi vidvarandi astand
ta verdur hinn venjulegi dagur ekkert svo venjulegur.
Hann verdur einfaldlega bara djofullegur.

Eg nenni samt ekki ad vera alltaf leidinleg,
mer finnst tad nefnilega svo oskop leidinlegt.

Eg reyni lika alltaf ad hlæja pinu ad lifinu
og finnst gaman tegar ad tad birtir mer skondnar myndir.
Vildi bara ad tær væru fleiri og birtust oftar.

laugardagur, ágúst 14, 2010

Sumar .......eda hvad?

JÆJA, sagdi fruin hatt og fleygdi af ser harkollunni........
eda ekki alveg.

Nu sit eg her ein i koti,
kaddlinn i vinahusi ad fitla vid gitar
og gruska i musik.
Uti grætur himininn eins og eitthvad hrædilegt hafi gerst.
Held ad eg hafi aldrei upplifad adra eins rigningu.
A eina hond finnst mer tetta storkostlegt
(trumur og eldingar og rigning sem ekki fykur),
en a hinn boginn finnst mer eins og tetta seu skilabod
um ad sumarid se buid -
allt of fljott.

Dagar minir eru skritnir.

I fyrsta skipti a ævinni hef eg turft ad upplifa tad
ad detta ofan i skitaskurdinn
tratt fyrir bjarta daga og heitar nætur.
Hef aldrei farid tangad ad sumri adur.

Eg hef ju alveg verid lett klikkud ad sumri til -
en tad voru alvoru astædur fyrir tvi.
(I raun er eg alltaf lett klikkud...... en buuu)

Eg streittist a moti til langs tima,
en ad lokum var ekki hægt ad horfa fram hja blamanum.

Tegar eg loksins fekk ad hitta lækni,
leid mer eins og eg væri læknirinn.
Eg virtist ad minnsta kosti vita meira um læknisfrædi en hun.
Weird.
Fekk hana loksins til ad skilja
ad eg tyrfti adstod vid ad sofa,
en tad var svolitid eins og eg væri ad bidja um kilo af kokaini.
Sem er merkilegt -
tvi i Danmorku fa dopistar eiturlyf fra rikinu
fritt.
Lika weird.

Annars var julimanudur vel sveittur
og eg atti nokkra naduga daga,
tar sem eg fekk bara ad vera til og njota.
Toppurinn var heimsokn fra einkaafsprenginu,
sem er alveg med olikindum vel heppnad eintak.
Vid attum alveg yndislegan tima saman -
en tessvegna var lika asskoti erfitt tegar hun for.
En hun kemur nu fljott aftur,
er buin ad akveda tad.

Skatturinn gaf mer eitthvad af peningunum minum til baka
og tvi gat eg gefid mer nokkra daga i fri.......
en eftir ad hafa unnid sleitulaust fra tvi i november,
voru nokkrir dagar adeins of litid.

Sem betur fer er folk i stettarfelagi her i bæ
ad vinna ad tvi ad vid sem vinnum hja minu fyrirtæki
faum rettlata medferd,
svo sem yfirvinnukaup, helgar og helgidagataxta
asamt veikindafrii.
Gott mal.
Eg er ekki i neinu stettarfelagi,
vegna tess ad eg hef ekki efni a tvi -
en skradi mig i A kassa nylega.
Vissi ekki ad eg tyrfti ad skra mig serstaklega
til ad eiga rett a botum og tesskonar.
Spilltur Islendingur og ljoshærd - eg veit.
Fæ samt engin rettindi fyrr en eftir 8 manudi.
Er einhver sem veit hvernig okkar system er
gagnvart utlendingum sem missa vinnu eda veikjast?

Eg se ekki fram a ad neitt storkostlegt gerist a næstu dogum,
en vonandi finn eg ut ur tessu ollu saman
a næstu vikum.

Eg er samt ennta superstjarna i timum
og er buin ad odlast tann status
ad geta bedid um tima sem eg vil fa
og stundarskra sem hentar mer -
svo med haustinu er eg ekki hingad og tangad allan daginn
og ekki med aukatima ut i eitt.
Tad verdur ljuft.

Svo er bara ad smella brosinu a grimuna
og leika sitt leikrit
og lufsast i gegnum dagana
tar til teir verda lettari -
og teir verda tad.
Eg er lika buin ad akveda tad.

Eg er apabarn med athyglisbrest
og allt of sterkar tilfinningar......
en eg er stadradin i ad gera tad besta ur tvi
og finna minn retta farveg.
Eg er helviti god kelling
og eg get ymislegt -
tarf bara ad fara ad fatta tad.

Tad er til folk sem gerir otrulegustu hluti um attrætt
eg er ad spa ad vera adeins fyrr a ferdinni .....

miðvikudagur, júní 09, 2010

Á gervihnattaöld

Tíminn líður hratt,
allt of hratt fyrir mína parta.

Kominn meira en miður júní og ég búin ad vera í Danaveldi í 7 mánuði,
það er meira en hálft ár - jahérnahér, finnst ekki svoooo langt síðan ég lenti.

Í maí var ég orðin spennt fyrir danska vorinu sem búið var að lofa mér,
það kom bara aldrei.
Að vísu spruttu hér laukar og göluðu gaukar.......
en hitastigið var á við íslenskt haust og rigning og rok settu svip sinn á ....mig.

Kom síðar í ljós að ekki bara var síðastliðinn vetur
sá kaldasti og harðasti í Danmörku í 14 ár,
maí mánuður var sá kaldasti í 13 ár.

Hvað er málið?

Ég er ein af þeim mannverum sem þrífast illa í kulda,
enn verr í myrkri og ekki svo vel í bleytu og roki.
Enda var ég alltaf einkar illa staðsett uppi á Íslandi
veðurfarslega séð
og átti fyrir löngu að vera flutt eitthvert annað.
Kannski aðeins meira suður á bóginn,
en aðstæður höguðu því þannig að ég fluttist hingað -
til Köben.

Ekki það að mér finnst ýmislegt ljúft í Danmörku,
gott að geta hjólað allt, (þó svo að ég sakni stundum bílsins)
fíla tempóið, stressleysið, byggingarnar, söguna
og bara það að búa yfirhöfuð í borg, en ekki bæ.

Hinvegar er ég ekkert yfir mig skotin í veðrinu,
baðherbergisleysinu, blankheitunum, vinnunni og vinaleysinu.
Köben er einnig ekkert líflegri en Reykjavík þegar tíðin er slæm,
þó svo að mikill munur sé á borgarbragnum
þegar sólin glennir sig og hitinn stígur.
Þá verður allt svo auðvelt og gaman -
líka að hjóla í vinnuna.

En danir eru ekki rassgat ligeglade
og eru reyndar frekar lokaðir og merkilegir með sig.
Erfitt er að nálgast þá og kynnast þeim.
Að vísu eru þeir ágætir við túristana
þ.e. þegar þeir eru í glasi,
en þeir eru ekkert endilega ágætir við útlendinga sem búa í landinu þeirra.

Húmorinn er allt annar en okkar
og þeir eru uppteknir af að skera sig ekki úr.
Ef þú svo skerð þig úr, færðu sko að heyra það .......
"Hver heldur þú að þú sért? Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað betri en ég".

Þeir eiga erfitt með að samgleðjast öðrum þegar vel gengur
því þeir gætu líka alveg gert þetta - ef þeir bara vildu.
Jantelov.

Þeir eru þó ágætir þegar maður loks kemst inn fyrir grímuna,
en samt alltaf örlítið lokaðir og fjarlægir.

Iss.
Núna er ég bara á kvörtunni.

Ég held að ég sé í tilvistarkreppu.

Ég nenni bara ekki að lifa til að vinna.....
eða sem sagt lifa til þess eins að borga reikninga.
Eins og staðan er núna
snýst líf mitt um að klára daginn
og svo kemur næsti dagur.
Ég er 43 ára goddamitt.

Einhvernveginn hélt ég að þetta yrði öðruvísi.

Ég get bara ekki að því gert
ég tel mig bara vera of vel gefna og hæfileikaríka
til að vinna sem spriklkennari á lágmarkslaunum.
Orðin líka þetta fullorðin.......

Ég hef haft mikið fyrir lífinu hingað til
og finnst ég einfaldlega oft vera komin aftur á byrjunarreit
Ef ég bara vissi hvað mig langaði að gera......
og ef ég bara sæi einhverja aðra möguleika í stöðunni.
But, beggars can't be choosers.

Stundum langar mig líka bara að gera ekki neitt.
Vera bara letingi og bora í rassgatið á mér allan daginn.
Ekki að það myndi endast lengi -
ég þekki nú sjálfa mig.

En þetta líf sem ég lifi núna,
þrátt fyrir að vera annað líf en ég lifði fyrir hálfu ári síðan
er samt bara ekki svo breytt - og bara ekki nógu ljúft.
Það er að sjálfsögðu bara mér sjálfri að kenna,
engum öðrum.
En það segir manni líka að þú flýrð ekki sjálfan þig.

Stundum finnst mér ég vera komin aftur til fortíðar
þar sem ég bjó í lítilli kaldri og sjabbý holu,
átti ekki bót fyrir boruna á mér
og þurfti að þræla mér út í vinnu sem var mér ekki þóknanleg
einfaldlega til að eiga fyrir salti í grautinn....... og ekkert meira en það.
Ekki beint það sem ég ætlaði mér þegar ég hélt af stað í ævintýrið.

Ég hélt virkilega að ég myndi fara að lifa meira og strita minna.

En í minni vinnu er mér borgað fyrir þá tíma sem ég vinn,
ég hef engan rétt á launuðu fríi og ekki má ég vera veik.
Ég hamast við að sanka að mér tímum svo ég skríði upp fyrir lágmarkslaun
en tekst það sjaldnast þrátt fyrir að vera alltaf að.
Það eina sem ég uppsker með því er gífuleg þreyta
og líkami sem er í tómu tjóni.
Helmingurinn af laununum fer svo upp á sker til að borga allt sem þar er.
Restin fer í Fakta og Nettó.

Engir tónleikar, bíó...... og hvað þá leikhús.
Engin ferðalög
(eins og ég var búin að sjá fyrir mér,
ódýr skrepp hingað og þangað um Evrópu)
Ennþá er spagettí og egg í matinn
og rómantík......
eins og ég hef alltaf sagt
á erfitt uppdráttar í blankheitum og slæmri tíð.
Það eru bara unglingar og vitleysingar sem geta látið það ganga upp.

En ég hef ekki rassgats hugmynd um hvað ég á að verða
þegar þegar ég er orðin stór,
en veit bara að ég hef ekki efni á að fara í skóla
og eins og ég sagði að ofan...
tíminn líður hratt.


Kannski flyt ég bara til Thailands og flyt þar inn íslenska túrista?
Hvur veit?

En, júnímánuður stefnir í einn þann skítlegasta í manna minnum
þannig að hver veit nema ýmis ný veðurmet verði sett hér þetta sumarið.
Ef svo fer,
er ekki séns að ég lifi af annan vetur eins og þann síðastliðna.

Lífið er ekki bara leikur
og ástin er ekki dans á rósum uppi á bleikum skýjum.
Raunveruleikinn er oft eins og gamall ullarsokkur
sem maður neyðist til að nota aftur og aftur
auk þess sem maður reynir endalaust að finna nýjar leiðir
til að hafa gaman að honum.
Sokkabrúður eru bara ekki fyndnar.

Ég ætla annars rétt að vona að þessi fýla verði rokin úr mér
þegar að júlímánuður dúkkar upp.
Aloha vera.

miðvikudagur, mars 24, 2010

Undanfarid



Mars bradum buinn og vorid byrjad ad syna sig.
Odruvisi lykt i lofti og hitastigid farid ad færa sig upp a skaftid.
Litlir sætir krokusar kikja upp ur moldar og grasbreidum her og tar
og folk er farid ad brosa aftur.
Ljuft.

Eg hef bædi brosad og gratid tennan manudinn,
en tad er ju tad sem flestar manneskjur gera......
vona eg.

Kaddlinn minn vard fimmtugur i byrjun mars
og tegar eg spurdi hann hvad hann langadi i
i afmælisgjof
sagdi hann ad hann vildi ekkert -
hann ætti ju mig og tad væri allt sem hann tarfnadist.

Ding! Hugmynd.

Eg akvad ad taka tetta alla leid og skellti mer a skeljarnar.
Baud honum ad setja upp fingrajarn
og gera tad opinbert fyrir umheiminum ad hann "ætti" mig.
Hann var ljomandi gladur med ta gjof
og rambar nu stoltur um med hring a fingri.
Ad visu fannst honum typiskt ad eg tad væri eg
sem hefdi tekid skrefid,
eg get ju verid soddann kaddl
tratt fyrir mina duldu tra ad vera bara blunda.

En vid eyddum yndislegum degi i rapi og glapi utivid
sotrandi freydivin og japlandi a jardaberjum
en sidan ut ad borda um kvoldid a hverfisuppahalds.
Lovely

Tremur vikum seinna
rann minn afmælisdagur upp bjartur og fagur,
en med tilheyrandi flugeldasyningu uppi a Islandi.
Eg er nu tekkt fyrir allt annad en rolegheit
svo ad sjalfsogdu fer ad gjosa uppi a Islandi
adfaranott afnælisdags mins.

Vid hofdum akvedid ad fa okkur Dim Sum i hadeginu
tar sem tetta var ju sunnudagur
og fraukan for i kjol, setti a sig varalit og eyrnalokka.
Fukum svo nidur i bæ a hjolunum
(hann getur blasid hressilega i Køben)
og settumst ufin og hlæjandi inn a Royal Garden.

Tegar ljuffengri maltid var næstum lokid
tokst mer hinsvegar ad bita i beinflis
sem hafdi leynst i einum svinarettinum
og CRACK!
Eitt stykki tonn fallin i valinn.
Takk fyrir mig.

Tetta var ad sjalfsogdu alveg hrædilega sart
og dagurinn var onytur.
Turftum ad reyna ad hafa upp a lækni til ad utvega verkjalyf-
hefdi orugglega verid audveldara ad skreppa bara nidur i Kristjaniu
og versla eitthvad verkjastillandi tar.
Bidum svo i hatt i annan tima i apoteki
(eitt apotek opid a sunnudogum i allri Køben.....
go figure)
og fengum svo pillur sem voru svo lame
ad tær gerdu ekkert fyrir mig.
Eins og eg sagdi Kristjania hefdi liklegast verid betri kostur.

Um kvoldid rett nadi eg ad halda einbeitingu yfir biomynd,
kjokrandi og ruggandi
og sotradi Whisky tess a milli til ad reyna ad lina verkina.
Hafdi reynt ad maula hvitlauk
og negulnagla -
en ekkert dugdi til.

Nu vita teir sem tekkja mig
ad tad er ekkert sem skelfir mig meira en tannlæknar.
Hrædilegasta hryllingsatridi sem eg get hugsad mer ur biomynd
er ur Marathon Man - "is it safe?"
Aaaaarggghhh!

Tvi reyndi eg ad lata eins og allt væri i lagi a manudeginum
og vonadi bara ad tonnin myndi groa saman
og verkurinn hyrfi ad sjalfu ser........
yeah right.

Eftir 2 hrædilega daga og enn verri nætur
med kvidakostum, martrodum og rafi um golf
var Johanni nog bodid.
Hann dro mig.......ja - DRO mig
nidur a tannlæknastofu i nagrenninu
sem stadhæfdi a sinni heimasidu
ad tau væru serfrædingar i hrædslupukum.

Tar sem eg stod i anddyrinu og fann lyktina af fluornum
langadi mig mest ad hlaupa ut og gubba af hrædslu.
Johann sagdi ad eg hefdi verid eins og 3 ara stelpa
med titrandi skeifu og otta i augum sem syntu i tarum.

Yndisleg ung kona tok a moti okkur
og hun sa strax hvernig i pottinn var buid.
Hun byrjadi strax ad reyna ad roa mig nidur
med klappi, sætum ordum og humor
og adur en eg vissi af
var buid ad setja mig nidur i pyntingarstolinn.

Pinulitil, fingerd og sæt kona kom inn
og kynnti sig sem tannlækninn.
Hun taladi mig til og fekk mig loks til ad opna munninn.

Eftir 3 sprautur, grat, marbletti a hondum adstodarstulkunnar,
sem minnti mig stodugt a ad anda......
og ju svita fyrir allan peninginn var buid ad finna ut hvad var ad.
( af hverju hefur enginn fundid upp hljodlausan bor??)
En tonnin var i klessu.
(Er ter ekki buid ad vera illt?)
Held ad eg se ekki normal tegar kemur ad sarsauka.

En eg tarf ad fara i tvær heimsoknir til vidbotar
og lata skella i mig einu stykki af postulinskronu.
Gaman ad tvi.
Nuna lit eg ut eins og gaurinn med staltennurnar i Bond
og se fram a ad turfa ad punga ut skithlassi af peningum.
Lika gaman ad tvi.

En jiminn, hvilikur lettir tegar ad sarsaukinn var farinn.

Tad sem var jakvætt vid tetta er ad eg er buin ad finna tannlækni
sem kann ad eiga vid klikkhausa eins og mig.
Tad fulasta er hins vegar ad hun sagdi okkur
ad vid hefdum att ad lata veitingastadinn vita af tessu strax,
geyma beinflisina
og ta hefdu tryggingar stadarins borgad brusann.
Vid erum svo flink i svona malum - not.

Turfum tvi ad fresta ollum ibudarframkvæmdum
og spara ennta meira.

En uti skin solin
og bradum kemur sumar OG
eg er komin med fasta tima i stodinni vid hlidina a mer.
tad er bara frabært :)

þriðjudagur, mars 02, 2010

Tad var helst i frettum.....




....og ta kom mars.
Dvolin i Danaveldi komin upp i fjora manudi og mer finnst tad meira en litid undarlegt.
Mikid lidur timinn hratt.
Vid litlu hjonin erum komin med snert af cabin fever, enda buin ad vera nanast innilokud sidan i desember. Loksins ser to fyrir endann a tessum vetri fra helviti og bradum kemur vorid.
Eg hef aldrei upplifad vor i Danmorku, en mer er sagt ad tad se yndilegur arstimi her - svo eg hlakka til. Hlakka to mest til sumarsins og ad geta brunad lettklædd um goturnar og skodad folk og adrar furduverur.

Nu stendur til ad reyna ad koma litlu holunni okkar i stand, en til tess turfum vid ad fa lanada aura fra bankanum, en tratt fyrir ad tetta se ekki ha upphæd sem vid erum ad sækjast eftir, er ekkert sjalfgefid ad vid faum lan. Eg vona samt innilega ad tad gangi i gegn, tvi ad tad sem vid hofum i huga mun storbæta ibudina og eg mun meira ad segja fa langtrad badherbergi. Enginn veit hvad att hefur fyrr en misst hefur.....eda tannig.
Bankarnir her fara einstaklega varlega i svona lagad og vid turfum ad skila inn haug af pappirum auk tess ad mæta i tvo vidtol. Stundum finnst mer tetta orlitid pukalegt og ansi gamaldags........en tetta er to betra en vitleysan sem vidgekkst heima og setti okkur a hausinn. En mikid vona eg ad tetta fari i gegn.

Nuna verdur kaddlinn fimmtugur a morgun og eg er buin ad plana sma uppakomu, vona bara ad tad lukkist og ad hann verdi anægdur med framtakid. En 50 ara!! My God. Eg verd eiginlega bara sma hrædd tegar eg hugsa um tad.....tad eru ju ekki nema 7 ar i mig.
En, vid erum samt mun unglegri i anda og utliti en margir adrir a okkar aldri svo ad eg verd bara afram ad halda tvi fram ad aldur se hugarastand.

Litla skottid mitt er liklegast a leid i heimsokn til mommu sinnar i enda manadarins og mikid verdur nu gott ad sja hana og fa hana i fangid. Tott hun se nu bradum tvitug er hun alltaf litla barnid mitt og mer finnst ogurlega erfitt ad vera svona i burtu fra henni - en tad er nu gangur lifsins....to svo ad vid hofum farid ofuga leid...t.e. eg flutti ad heiman, en ekki hun.
Eg hef ju aldrei verid hefdbundin.

Loksins losna eg nu undan vinnustad einum sem eg er ekki glod a og tekur mig laaaangan tima ad ferdast til fram og til baka i stræto, en eg hætti tar 15. mars. Nu er bara ad finna tima i stadinn fyrir ta sem eg missi tar og vonandi verda teir her i centerinu vid hlidina a mer.

voni, voni, voni.........tad er naumast ad eg vona tessa dagana.

Vinnan gegnur enn vel og eg er bara ad standa mig - en mikid verd eg nu stundum treitt og luin. Hugsa mikid um ad eg verdi ad fara ad komast i nam og gera eitthvad annad.
Fannst samt yndislegt tegar ad kaddlinn mætti i einn tima hja mer um daginn og var gjorsamlega buinn a eftir og gat varla hreyft sig daginn eftir......svo leit hann a mig og sagdi: tu ert ekki venjuleg - ertu ad segja mer ad tu farir stundum i gegnum 6 svona tima a dag!!!
Eg er hættur ad furda mig a tvi ad tu sert stundum ansi treytt. Her eftir held eg bara kjafti :)
En, honum fannst mjog gaman ...en erfitt ad koma i tima - en hyggst nuna gera tad reglulega. Bara gaman ad tvi.

Svo er tad bara op med humøret og allir i bros, barmafullir af gledi og hamingju.
Knus a linuna. XXX

miðvikudagur, janúar 13, 2010

Lifid i baunapoka

Tetta lidur vist allt saman.
Smatt og smatt geri eg mer grein fyrir
ad eg er her til ad vera -
eg er ekki i frii
og eg er ekki a leidinni heim eftir nokkra manudi.
Tad er skritin tilfinning, en ad mestu leiti god.
Eg sakna to dotturinnar einna mest
og a solitid erfitt med tad a koflum,
en madur getur ekki alltaf fengid allt sem madur vill i lifinu.

Jolin og aramotin voru ljuf og roleg
kannski adeins of roleg fyrir mina parta
en oskop notaleg.
Vid bordudum godan mat og sotrudum vin,
lasum og horfdum a godar biomyndir.
Nuna tarf eg bara ad koma mer upp ur tessum gir
og hætta ad borda leverpostej og sukkuladi i oll mal.

Eg kenni nu fitness um allan bæ
og er komin med fasta tima
alla daga vikunnar.
Tad gengur bara vel - en tad er to erfitt ad na til Dananna.
Teir virka mjog medvitadir og feimnir i timum
og flestir ekki mjog mottækilegir fyrir sprelli.
Tetta segir Johann minn ad se dæmigert fyrir Dani.
Teir fordast i lengstu log ad gera sig ad fifli
og tvi tekur lengri tima ad na til teirra og skapa hja teim traust.
Eg er samt smatt og smatt ad na teim
og er tegar buin ad koma mer upp hopi kvenna
sem eltir mig a milli stodva.
Gaman ad tvi.

Tessi vetur hefur verid einstaklega kaldur i Danmorku
og i fyrsta skipti i 14 ar hefur kyngt nidur snjo.
Vid teljum ad abyrgdin a tvi liggi ad einhverju leiti hja okkur
en vid gerdum tad ad gamni okkar ad semja jolalag i ar
sem vid svo sendum vinum og vandamonnum i jolagjof.
Inntakid i laginu fjallar um snjoleysi og rigningu a adventu
og ta einlægu osk okkar ad tad muni nu snjoa um jolin.
Alheimurinn kann ekki ad flokka oskir
tannig ad vid fengum einfaldlega osk okkar uppfyllta.

Tad getur verid ansi erfitt ad hjola a milli stada
i tessum fimbulkulda og snjotunga,
en eg by nu i Danmorku
og verd bara ad kyngja tvi.
Eg get samt hlakkad til vors og sumars
sem nanast alltaf kemur her i Køben,
annad en heima tar sem tad er svona hibsum habs.

Eg tarf to stundum ad ferdast med stræto og lestum
tegar leidin er adeins of long til ad hjola
og mer finnst tad hin besta skemmtun.
Køben er ju storborg
og i henni bua allra tjoda kvikindi.
Eg nyt tess ad sitja og skoda folk
hlusta a okunnar mallyskur og tungur
og studera likamsmal og hegdun folks.
Stundum upplifi eg ad eg se stodd i allt odru landi,
ser i lagi tegar eg ferdast um Nørrbro og nagrenni
en tar upplifi eg mig sem hvitan hrafn i krummageri.
En tad er merkilegt og madur er ju manns gaman.

Tvi midur kom olukkan i heimsokn til okkar um daginn
en vid urdum fyrir teim leidindum
ad geymslan okkar var tæmd af opruttnum adilum.
I henni voru pappirar og ljosmyndir,
græjur til tonlistarflutnings,
ferdatoskur, minningarbrot
og allur sumarfatnadur okkar.
Tetta er tjon upp a.m.k. milljon,
en vid erum bjartsyn a ad vid faum tetta ad einhverju leiti bætt.
Sumt er to aldrei hægt ad bæta.

Daginn eftir hrundi svo stor spegill i golfid,
tad hvellsprakk a hjolunum okkar beggja
tannig ad skipta turfti um slongur i badum
med tilheyrandi kostnadi.
Eg flækti band af bakpokanum i girkassanum a hjolinu
og var næstum buin ad storslasa mig
og ad lokum eydilagdist rennilasinn a stigvelunum minum.
Vid erum ekki alveg ad skilja tetta,
en ein vinkona min sagdi ad nuna væri kosmosid
ad segja okkur ad lita upp og sinna einhverju
sem vid værum ad sopa undir teppid.....
Eg er enn ad reyna ad komast ad tvi hvad tad gæti nu verid,
en eins og brodir minn salugi sagdi alltaf:
"bad things happen to good people too"

Næsta verkefni a dagskra er svo ad koma ibudinni i stand
og kaupa svefnsofa i stofuna,
en einnig er a dagskra ad vinna saman geisladisk
med nyjum og gomlum logum Johanns,
en eg held ad tad gæti ordid hrikalega skemmtilegt.
Eg tarf ad visu ad fara i sma songtjalfun
til ad reyna ad draga roddina mina ut ur feimninni
og felustadnum hennar i rassinum a mer -
en tad er bara spurning um ad klappa sjalfstraustinu
og æfa sig svo i ad anda og stydja.
Hlakka bara til.

Eg vildi bara oska tess ad eg gæti selt ibud mina og innbu heima
en mer finnst blodugt ad turfa ad borga heim
storan hluta af laununum minum bara til ad halda i vid skuldir
sem eg vildi helst af ollu losna vid.
Her med sendi eg tessa osk ut i alheiminn i von um svar.